miðvikudagur, 27. febrúar 2013

Verðtryggingin að leggja ykkur í RÚST.


Höfundur: Vilhjálmur Birgisson

Kæru vinir, núna hækkaði verðbólgan um 1,64% í febrúar sem þýðir að verðtryggðar skuldir heimilanna hækka á 28 dögum um, takið eftir, 23 milljarða.

Já skuldir heimilanna hækka um nánast sömu upphæð og núverandi loðnuvertíð mun skila þjóðarbúinu í útflutningstekjur.

Ég vil að þeir snillingar sem verja þetta ofbeldi á íslenskum heimilum útskýri fyrir almenningi hvaða verðmætasköpun liggur á bakvið þessa 23 milljarða skuldaaukningu heimilanna!!!

Ég vil líka upplýsa ykkur kæru vinir um að meðal verðtryggðar húsnæðisskuldir heimilanna eru um 22 milljónir þannig að meðaltali hefur höfuðstóll slíkra lána hækkað um 360.000 kr og það einungis á 28 d

ögum. Að það skuli vera til stjórnmálaflokkar sem geta varið þetta miskunnarlausa óréttlæti og ofbeldi á íslenskum heimilum er mér algerlega hulin ráðgáta.

Allt tal um að draga úr vægi verðtryggingar er orðræða sem er til þess fallinn að slá ryki í augu almennings með það að markmiði að viðhalda hér verðtryggingunni um ókomin ár.

Ég segi, BURT með verðtrygginguna og það strax!